75% laga í ESB ríkjum koma frá ESB

Þeir sem aðhyllast Evrópusambandsaðild virðast einungis horfa á það sem Samfylkingin er að benda á og önnur gylliboð. Eins og lægri skólagjöld, öruggari gjaldmiðil og þess háttar og halda að Evrópusambandsandstæðingar
séu bara að hugsa um fiskveiðina. Það er ekki svo. Það er svo miklu, miklu meira sem spilar inn í... og hér fyrir neðan eru nokkrir hlutir sem vert er að íhuga.
 
-Forseti Evrópuþingsins sagði að 75% þeirra laga sem sætt væru í Evrópuríkjum kæmu frá ESB og þegar Lissabon sáttmálinn gengur í gegn þá verði það 100%. Viltu að lítil Evrópunefnd setji öll þín lög sem fara svo í gegnum Evrópuþing þar sem Ísland myndi hafa 1% atkvæða?
http://www.youtube.com/watch?v=dmK-f88gcx8

-Atvinnuleysi hefur lengi verið margfalt meira að meðaltali innan Evrópusambandsins en á Íslandi? Meðalatvinnuleysi innan Evrópusambandsins hefur um árabil verið viðvarandi í kringum 7-10%.

-Þeir einu sem mega leggja fram lög í ESB er Evrópunefndin (27 manns)

-EES er ekkert eins og ESB.... EES er ekki með dómstól, löggjafarvald, þing, "þjóðsöng", fána, stækkunarstefnu og bráðum flest það er einkennir ríki.

-Endurskoðendur ESB hafa neitað að skrifa undir bókhald sambandsins í 14 ár vegna þess að allt að 90% útgjalda sambandsins eru óútskýrð.

-Taki Stjórnarskrá Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálinn) gildi verður sambandið í raun komið með allt það sem einkennir ríki samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum?

-Kannanir eru að sýna að Bretar vilja skrá sig úr Evrópusambandinu, stór ástæða fyrir því að ESB aðild kostar Breska ríkið 40 milljón pund á dag.

-Landamæri eru svo opin og munu með Lissabonsáttmála opnast enn meira og segir Nigel Farage formaður UKIP að bresk yfirvöld hafi í raun ekki hugmynd um hversu margir í raun búa í landinu.

-Heyrst hefur í ræðuhöldum innan Evrópuþingsins að haldi ESB áfram í sömu átt stefni það í að verða líkt og Sovétríkin.

-Kjúklinga- svína og eggjabúskapur á Íslandi mun leggjast af að mestu þar sem hann mun ekki geta keppt við ódýr innflutt matvæli.

mbl.is Samfylking þingar um sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband